Kolbeinn Óttarsson Proppé

Alþingismaður, býður sig fram í fyrsta sæti

Suðurkjördæmi er stórt og víðfeðmt. Það býr yfir ótal tækifærum til sjálfbærrar uppbyggingar með allir sinni fjölbreytni. Við þurfum að geta rætt við bændur í uppsveitum, fólkið á kajanum, um náttúruverndina, ferðaþjónustuna, samgöngumálin, atvinnuuppbygginguna, viðfangsefni 20 þúsund manna bæjarfélags með fjölda innflytjenda.

Mig langar að gefa af mér á nýju svæði á þann hátt sem ég hef gert síðustu ár á þingi, búa þar og starfa. Til að efla áfram starf VG í Suðurkjördæmi tel ég nefnilega nauðsynlegt að búa þar, taka þátt í daglegu lífi, hitta fólk í hversdeginum og spjalla um pólitík.

Ég byrjaði ungur í pólitík, varð formaður Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins 15 ára og Alþýðubandalagsins í Reykjavík 27, að undirlagi Svavars heitins Gestssonar. Ég var kosningarstjóri VG í Reykjavík í fyrstu kosningunum 1999. Árið 2003 leiddi ég lista VG í Suðurkjördæmi. Það fór nú ekki nógu vel og ég dró mig fljótlega í hlé og fór í blaðamennsku. Eftir gagngera endurskoðun á lífinu kom ég aftur inn í stjórnmálin og varð þingmaður VG árið 2016 í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Á þingi er ég stoltastur af stofnun Ráðgjafastofu fyrir innflytjendur, en ég bjó það mál til frá grunni og fékk samþykkt. Ráðherrar hafa treyst mér, nú er ég framsögumaður að frumvarpi um hálendisþjóðgarð, frumvarpi Katrínar um stjórnarskrá og leiði fyrir menntamálaráðherra vinnu um málefni RÚV. Innan hreyfingarinnar hef ég komið að eflingu svæðisfélaga VG farið um allt land í því skyni. Ég gef mig í málin, sinni fjölbreyttum verkefnum, er óhræddur að taka slaginn.

Instagram @kolbeinnottarssonproppe

http://www.facebook.com/kolbeinnottarssonproppe

Aðrir frambjóðendur