Hólmfríður Árnadóttir

Skólastjóri og formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum, býður sig fram í fyrsta sæti

Mínar áherslur eru á kvenfrelsi og áframhaldandi sókn á sviði réttindamála allra kynja. Jöfnuður og félagslegt réttlæti er mér einnig afar hugleikið og horfi þar sérstaklega til barna, ungs fólks og fjölskyldna sem geta verið settar saman á fjölbreyttan hátt og glímt við óteljandi áskoranir í formi fátæktar, fötlunar, menningar og/eða tækifæra. 

Suðurkjördæmi afar víðfeðmt, gjöfult og hrikalega fallegt. Landshluti sem hefur upp á óteljandi tækifæri að bjóða. Hvort sem stutt er við það sem fyrir er eða ný tækifæri og verðmæti. Grænn iðnaður, fjölbreytt ferðaþjónusta og skapandi mannlíf er það sem við þurfum að styðja við og efla. Saman getum við eflt alla þessa þætti og orðið leiðandi og samhliða því bætt lífskjör þeirra sem á Suðurlandi búa. 
 

Að loknum heimsfaraldri er mikilvægt að byggja upp með fjölbreyttum, umhverfisvænum, grænum og sjálfbærum 
hætti. Hraða orkuskiptum, efla grænan iðnað og draga markvisst og með samræmdum aðgerðum úr sóun. 
Hringrásarkerfi þar sem endurnotkun og endurvinnsla er lykilatriði. 

Ég vil sjá Suðurnesjabúa og Sunnlendinga alla njóta alls þess besta sem Ísland hefur upp á að bjóða, hvort sem er 
við leik eða störf og vil leggja fram krafta mína til að svo geti orðið með því að bjóða mig fram í fyrsta sæti í forvali á 
lista VG á Suðurlandi sem fram fer 10.-12. apríl. 

Aðrir frambjóðendur