Helga Tryggvadóttir

Náms- og starfsráðgjafi gefur kost á sér í 2. – 5. sæti

Ég byrjaði að starfa í VG 2016 þegar ég var í 5. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi og aftur á endurunnum lista 2017. Ég var formaður Svæðisfélags VG á Suðurnesjum stutta stund, hef verið í flokksráði VG frá 2017 og sit í menntamálanefnd.

Suðurkjördæmi er víðfemt, svæðin eru ólík þegar kemur að atvinnu og aðstöðu. Stóra málið framundan eru atvinnumálin og það þarf að huga að uppbyggingu með nýsköpun og grænum lausnum.

Tækifærin eru mikil en við þurfum alltaf að hafa í huga félagslegt réttlæti þegar kemur að framþróun á öllum sviðum. Velferð fólks er mitt hjartans mál. Þar undir eru allir málaflokkar því velferð fólks er fólgin í öllum ákvörðunum samfélagsins. Snertifletir málefna eru endalausir og það skiptir máli að sjá heildarmyndina.

Mig langar að hafa áhrif á samfélagið til góðs. Ég er fljót að læra, hef gaman af að setja mig inn í mál og læra nýja hluti. Ég hef nokkuð víðtæka reynslu af stefnumótun og verkefnastjórnun, svo ég tali nú ekki um að vinna við hlusta á fólk. Þess vegna held ég að ég sé ágætis kostur á lista VG og verð ákaflega þakklát þeim sem sjá sér fært að styðja mig.    

instagram: @helgatry
facebook: @helga.tryggvadottir
netfang: helga2202@gmail.com

Aðrir frambjóðendur