Bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi, býður sig fram í fyrsta sæti
Ég heiti Heiða Guðný Ásgeirsdóttir og hef ákveðið að gefa kost á mér í fyrsta sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Ég er fædd í Reykjavík og kom nýfædd heim að Ljótarstöðum í sauðburði 1978 og hef búið þar síðan. Ég tók við búi þar eftir stúdentspróf og búfræðinám 2001 og er þar í dag sauðfjárbóndi að atvinnu og starfa auk þess við rúning og fósturtalningar í sauðfé um allt land.
Ég hef setið í sveitarstjórn Skaftárhrepps í alls 10 ár í vor og hef verið varaþingmaður Vinstri grænna á líðandi kjörtímabili. Mín helstu áherslumál í stjórnmálum og lífinu eru umhverfismál og virðing fyrir náttúrunni, jafnrétti og mannréttindi hvers konar og íslenskur landbúnaður. Að þessum málum og fleirum langar mig að vinna áfram innan raða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Samfélagsmiðlar og netfang:
Facebook: https://www.facebook.com/heidabondi
Instagram: instagram.com/heidagudny78/
Netfang: heidabondi@simnet.is
Grein í Sunnlenska: Konur með kennitölu