Anna Jóna Gunnarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur gefur kost á sér í 3. – 5. sæti

Ástæða þess að ég vel að bjóða mig fram, er fyrst og fremst sú að nýta minn lýðræðislega rétt til þátttöku. Ég tel að umræður og skoðanaskipti séu mikilvæg fyrir opið samfélag.

Að mínu mati snúast stjórnmál um hvernig við höfum það í samfélaginu. Hvernig við tryggjum tekjustofna ríkisins og nýtum sameiginlega sjóði. Myndi vilja að kannaður yrði möguleiki á stofnun samfélagsbanka.

Mér finnst mikilvægt að vinna saman að góðum gildum jafnréttis og fjölbreytileika, ásamt því að tryggja sem best þátttöku allra í þjóðfélaginu á eigin forsendum. Ég vil bæta aðgengi fólks með skerta starfsgetu að atvinnulífinu.

Ég tel að fjölbreytileiki í atvinnulífi, nýsköpun, öflugur landbúnaður, aukin ilrækt og fiskeldi í landkvíum séu allt möguleikar sem við höfum til að tryggja sjálfbæra þróun.

Rafvæðing hafna, fjölgun rafhleðslustöðva, bættar samgöngur og vegakerfi tel ég einnig mikilvæg framlög til kolefnishlutleysis.

Að við búum vel að heilbrigðisstofnunum, tryggjum rekstur þeirra svo og hjúkrunarheimila til framtíðar.

Einnig tel ég að við þurfum að auka samtal milli svæða kjördæmisins til að nýta sem best möguleika hvers svæðis.

Í skólamálum tel ég mikilvægt að búa vel að grunnskólanum „lengi býr að fyrstu gerð.“ Og einnig þarf að sinna endurmenntun og fullorðins fræðslu.

Einnig tel ég að við þurfum að vera virk í umræðu um friðar og afvopnunarmál. Svo og í hverskonar aðstoð við flóttafólk. Tel að við eigum að fjölga kvótaflóttamönnum. Skrifum undir sáttmála Sameinuðuþjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.

Munum að þar er alltaf hægt að gera betur.

Horfum til framtíðar.

Aðrir frambjóðendur