Almar Sigurðsson

Ferðaþjónustubóndi og formaður svæðisfélags VG í Árnessýslu, býður sig fram í fyrsta sæti

Ég bý á Lambastöðum í Flóahreppi og er fæddur og uppalinn á Selfossi. Ég hef því skiljanlega sterkar taugar til Suðurlands. Ég er giftur Svanhvíti Hermannsdóttur frá Norður Hvammi í Mýrdal og eigum við þrjár dætur og þrjú barnabörn. 

Ég hef gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir VG undangengin ár, verið formaður Svæðisfélags VG í Árnessýslu, setið í stjórn kjördæmisráðs og sinnt formennsku í uppstillinganefndum, bæði fyrir þing- og sveitarstjórnarkosningar.

Ég starfaði í rúm 25 ár í prentiðnaði, sem prentari og í útgáfu og auglýsingagerð, hjá Orkuveitu Reykjavíkur að kynningarmálum, í flugumsjón hjá flugfélaginu Atlanta og sem fræðslustjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Núna er ég í sjálfstæðum atvinnurekstri, hef rekið Gistiheimilið að Lambastöðum frá árinu 2012.

Áherslur:

Náttúruvernd er mitt hjartans mál og ég styð frumvarp um þjóðgarð á hálendinu. Ég tel þó að í því frumvarpi séu atriði sem þurfi að lagfæra. Ég hef tekið virkan þátt í baráttu gegn áformum um virkjanir í neðrihluta Þjórsár, það hefur verið ójafn leikur. Ennþá er ekki búið að raska náttúrunni og lífríki í neðrihluta Þjórsár og við getum unnið þennan slag. Það eru náttúruperlur víða á Suðurland sem þarf að verja fyrir stórframkvæmdum, Eldvörpin á Reykjanesinu, Þjórsáin, Mýrdalurinn norðan Dyrhólaóss og Fjallabakssvæðið, svo eitthvað sé nefnt.

Ég vil leggja mitt af mörkum til að styrkja og endurreisa atvinnulífið á Suðurlandi. Margir hafa orðið fyrir þungu höggi í okkar kjördæmi á síðasta ári og verkefnið hlýtur að vera að endurheimta störfin. Ferðaþjónustan kemur til með að skipa stórt hlutverk í endurreisn atvinnulífsins, endurvekja störfin sem hafa verið í dvala og þá vakna hin fjölmörgu afleiddu störf og hagkerfið fer að snúast eðlilega aftur.

Landbúnaður er mitt áhugamál og vil ég sjá mun öflugri matvælaframleiðslu á svæðinu. Það er mín skoðun að við eigum að byggja afkomu okkar sem mest á litlum og meðalstórum fjölskyldufyrirtækjum, það þýðir dreifð eignaraðild og atvinnu um allt kjördæmið.

Jafnrétti:

Ég vil sjá jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins, jafnan rétt óháð búsetu, jafnan rétt til náms og jafnan rétt kynja svo eitthvað sé nefnt.

Kjördæmið:

Suðurkjördæmi er um margt sérstak. Það er stórt landfræðilega, fjöll og jöklar til norðurs og ströndin í suðri og svo virk eldfjöll og stórar jökulár, stórbrotin náttúra. Hér er fjölbreytt atvinnustarfsemi og mannlíf og innviðir sterkir. Kjördæmið allt hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og eru tækifærin óteljandi á því sviði. Okkar kjördæmi er þekkt fyrir matvælaframleiðslu og eru möguleikar í nýsköpun og áframvinnslu og fullvinnslu afurða mikil. Nýtum þessi tækifæri!

Ég vil hafa áhrif á mitt samfélag og nú bíð ég fram krafta mina, ég óska eftir að skipa 1. sæti lista VG í Suðurkjördæmi.

Hver eru markmið okkar í næstu þingkosningum?

Nokkur orð um sjávarútveg:

Nokkur orð um landbúnað:

Aðrir frambjóðendur